Fyrri dagur Meistaramóts Íslands

Sæmundur Ólafsson á Lenovomóti FH 9, mars

Fyrri degi Meistaramóts Íslands lauk í dag og er ÍR í öðru sæti á eftir FH-ingum í heildarkeppninni eins og er en eftirfarandi er yfirlit yfir helstu afrek ÍR-inga í dag:

Karlarnir:

Í 60m hlaupi karla varð Dagur Fannar Einarsson annar á tímanum 7,03 og Elvar Karl Auðunsson hljóp einnig í úrslitum og bætti sig og hljóp á 7,17 sekúndum.

Í 400m hlaupi karla varð Hugi Harðarsson þriðji á tímanum 51,89sek sem er bæting hjá honum. Þorkell Stefánsson varð fimmti á 52,22sekúndum sem er hans ársbesti tími en Þorkell er að koma til baka eftir erfið meiðsli.

Í 1500m hlaupi karla kom Sæmundur Ólafsson fyrstur í mark en var því miður dæmdur úr leik. Sæmundur hleypur 800m á morgun og verður spennandi að sjá hvernig gengur þar en hann er í hörkuformi.

Í þrístökki karla varð Birgir Jóhannes Jónsson þriðji með stökk upp á 13,25 metra.

Guðni Valur kom sá og sigraði í kúluvarpinu og bætti sig aftur með risakast upp á 18,60 metra en þess má geta að kúluvarpið er aukagrein hjá Guðna Val sem kastar kringlunni fyrst og fremst á sumrin.

Konurnar: 

Í 60m hlaupi kvenna bætti Andrea Torfadóttir sig um 1/100 úr sekúndu og varð önnur á 7,68 sekúndum. Þess má geta að Hafdís Sigurðardóttir sem sigraði hlaupið var  á sama tíma og Andrea og var því um hörkuspennandi hlaup að ræða. Agnes Kristjánsdóttir bætti sig einnig og hljóp á 7,82sekúndum og náði þriðja sætinu. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir var einnig í úrslitahlaupinu og hljóp á 7,97 sekúndum.

Í 400m hlaupi kvenna bættu sig bæði Ingibjörg Sigurðardóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Ingibjörg hljóp á 57,46 og varð önnur og Agnes hljóp á 57,71 og varð þriðja.

í 1500m hlaupi kvenna varð hin síunga Fríða Rún Þórðardóttir önnur á tímanum 5:06,02. Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja á tímanum 5:13,49

Katrín Marey Magnúsdóttir bætti sig í þrístökki og varð fjórða með stökk upp á 10,69metra.

Mikið af ungu og efnilegu fólki tók þátt á mótinu, sum hver sem ekki hafa verið nefnd hér en hér var stiklað á stóru. Öll úrslit mótsins má nálgast hér.
Við óskum öllum ÍR-ingum góðs gengis á seinni degi mótsins sem fer fram á morgun Í Kaplakrika.

 

X