Bætingar og mótsmet á seinni degi Meistaramótsins graphic

Bætingar og mótsmet á seinni degi Meistaramótsins

23.02.2020 | höf: Kristín Birna

Seinni dagur Meistaramóts Íslands fór fram í Kaplakrika í dag. ÍR-ingar nældu sér í nokkur verðlaun og persónulegar bætingar og eitt mótsmet. Eftirfarandi er árangur ÍR-inga á mótinu í dag:

Karlar:

Dagur Andri Einarsson varð þriðji í 200m hlaupi á 22,48 sekúndum sem er bæting hjá honum. Elvar Karl Auðunsson bætti sig einni og hljóp á 22,66 sekúndum og varð hann í sjötta sæti með þann árangur.

Sæmundur Ólafsson sigraði 800m á 1:56,35 en Hugi Harðarsson og Gísli Igor Zanen urðu sjötti og sjöundi með tímana 2:06,49 og 2:08,38 sem var bæting hjá Gísla.

Hlynur Ólasson og Sigurður Karlsson urðu í öðru og þriðja sæti í 3000metra hlaupi í tímunum 9:48,69 og 9:55,75 sem var bæting hjá Sigurði.

í 4×200 metra boðhlaupi varð sveit ÍR í öðru sæti á tímanum 1:32,99 en sveitina skipuðu Elvar Karl, Einar Daði, Birgir Jóhannes og Dagur Andri.

Einar Daði Lárusson varð annar í grindahlaupi á tímanum 8,64sekúndur. Árni Haukur Árnason var fjórði í sama hlaupi á tímanum 9,20 sekúndum.

Mikael Daníel Guðmarsson varð í 3-4. sæti í hástökki en hann fór hæst yfir 1,80 metra. Til gamans má geta þess að hinn ungi og efnilegi Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni stökk 2,15 metra og bætti piltametið í greininni. Hann átti sjálfur metið frá því fyrr í vetur þegar hann bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingsins Einar Karls Hjartarsonar.

Konur:

í 800m hlaupi bætti Ingibjörg Sigurðardóttir sig glæsilega þegar hún sigraði hlaupið og hljóp á 2:16,87. Fríða Rún Þórðardóttir varð í þriðja stæi í sama hlaupi á 2.:32,18 sem er hennar ársbesti tími. Til gamans má geta þess að  Fríða Rún á best 2:12,21 frá því á Smáþjóðaleikunum á Möltu árið 1993.

Í 3000 metra hlaupi kvenna voru ÍR-ingar í aðalhlutverkum en Andrea Kolbeinsdóttir sigraði hlaupið á 10:00,02. Elín Edda Sigurðardóttir varð önnur á 10:21,48. Helga Guðný Elíasdóttir og Fríða Rún Þórðardóttir urðu í fjórða og fimmta sæti í hlaupinu.

Sveit ÍR setti svo mótsmet í 4×200 metra boðhlaupi. Sveitina skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir og hlupu þær á 1:40,39.

Í langstökki kvenna náði Elma Sól fimmta sætinu með stökk upp á 5,21metra en stöllur hennar þær Dóra Fríða Orradóttir og Fanney Rut Ólafsdóttir kepptu einnig í langstökkinu og urðu í níunda og tíunda sæti.

Katrín Marey Magnúsdóttir varð í fjórða sæti í þrístökki þegar hún stökk 10,69 metra sem var bæting á hennar besta árangri.

Í kúluvarpi varð Katharina Ósk Emilsdóttir í öðru sæti með kast upp á 11,71metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir varð í fimmta sæti og kastaði 10,49metra sem var bæting hjá henni.

Það var því glæsilegur árangur hjá ÍR-ingum um helgina! Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins

 

X