Arnar með frábært maraþon í Hamborg

Arnar Pétursson

Arnar Pétursson hljóp í morgun frábært maraþon í Hamborg í Þýskalandi. Tími Arnars var 2:24,13 klst sem er þriðji bestu tími Íslendings í maraþonhlaupi frá upphafi. Fyrir átti hann best 2:28,17 mín þannig að um gríðarlega bætingu er að ræða.

Millitímar hans í gengum hlaupið voru 5 km á 17:06 mín, næstu 5 km voru á 17:01 mín þannig að 10km voru á 34:07 mín, Arnar droppaði næstu 5 km niður á 16:49 mín með 15km á 50:56 mín, hálft maraþon var á 1:12,07 mín (hann á best 1:07.29 klst í hálfu maraþoni), 25 km voru á 1:25,32 mín, 30 km á 1:42,42 mín og 40km á 2:16.52 mín. Fyrri og seinni helmingurinn af hlaupinu var nánast eins og segja má að splittin hafi verið negatíf en seinni helmingurinn var á 72.06 mín, einni sek hraðari en fyrri helmingurinn. Lokatímínn 1:24,13 klst gefur 922 IAAF árangursstig sem er afrekslega séð einn af tveimur bestu afrekum sem Arnar hefur unnið.

Betri tíma eiga Kári Steinn Karlsson 2:17:12 klst síðan árið 2011 og Sigurður Pétur Sigmundsson 2:19.46 klst síðan árið 1985.

Til hamingju Arnar, enn ein rósin í hnappagatið.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X