Allir með! Kynningarfundur 16. jan. kl. 19:15

Langar þig til að hreyfa þig í góðum félagsskap? ÍR býður upp á 12 vikna námskeið fyrir þá sem vilja bæta hreyfingu í sínu nærumhverfin inn í líf sitt.

Í boði verða fjórar æfingar á viku, þar sem áhersla verður lögð á styrk, þol og liðleika. Þátttakendur ganga, skokka eða hjóla, eftir því hvað hver og einn vill gera. Einnig verður boðið upp á fræðslu þar sem m.a. verður fjallað um lífstílsbreytingar, lífeðlisfræði hreyfingar og næringu. Æfingar verða á mánu- og miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 10:00, auk þess sem boðið verður upp á styrktaræfingar kl. 7:00 á föstudagasmorgnum.

Námskeiðið hefst 22. janúar.

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar kl. 19:15 í ÍR heimilinu 2. hæð.

Bæklingur með frekari upplýsingum (.pdf)

 

X