Íslandsmet á fyrri degi Stórmótsins graphic

Íslandsmet á fyrri degi Stórmótsins

20.01.2018 | höf: Kristín Birna

Í dag fór fram fyrri dagur af tveim á 22.Stórmóti ÍR í Laugardalshöll. Rúmlega 700 keppendur taka þátt á mótinu um helgina og eru ÍR-ingar á mótinu 163 talsins. Íþróttafólkið okkar stóð sig með  prýði en fjöldi persónulegra bætinga litu dagsins ljós auk þess sem eitt Íslandsmet féll þegar Tíana Ósk Whitworth sigraði í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7.47sek. Þar með bætti hún Íslandsmet Hrafnhild Eir frá árinu 2015 sem var 7.50sekúndur. Tíana er aðeins á átjánda aldursári og er þetta því met í flokkum 18-19, 20-22 ára og fullorðinsflokkum. Frábær árangur hjá Tíönu. Hér má sjá hlaupið.

Eins og áður kom fram var fjöldinn allur af frábærum árangri en úrslit mótsins má nálgast hér

X