Íslandsmót yngri aldursflokka í Júdó fór fram laugardaginn 13. apríl. ÍR átti tvo keppendur á mótinu, þá Jakub Tumowski og Aron Þorbjörnsson. Strákarnir náðu frábærum árangri en Jakub gerði sér lítið fyrir og nældi sér í Íslandsmeistaratitil í aldursflokknum U18. Jakub Tumowski er því ríkjandi Íslandsmeistari í sínum aldurs- og þyngdarflokki (yfir 81 kg). Jakub keppti einnig í aldursflokknum U21 og vann þar til silfurverðlauna en Jakub er aðeins 16 ára og var því að keppa upp fyrir sig. Aron keppti einnig í aldursflokknum U18 og hafnaði í þriðja sæti og nældi sér því í bronsverðlaun.
Um 90 keppendur tóku þátt á mótinu frá níu félögum og var mótið hið skemmtilegasta og spennandi viðureignir í öllum aldursflokkum.
Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.