Keilumót

Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR TT
Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR TT

Keiludeild ÍR stendur fyrir öflugu mótahaldi fyrir keilara bæði innan félags sem og fyrir alla aðra keilara. Helstu mót sem deildin stendur fyrir eru vikuleg Pepsí mót og svo AMF mótaröðin. Þar fær sigurvegari þeirra mótaraðar ferð og þátttökurétt á heimsbikarmóti einstaklinga AMF World Cup sem haldið er víðsvegar um heiminn. Einnig fær efstu einstaklingur að gagnstæðu kyni þátttökurétt á mótinu. Inn í AMF mótaröðina fléttast svo RIG leikarnir en keiludeild ÍR hefur tekið þátt í því frá árinu 2008.

Mót sem keiludeild ÍR heldur:

Pepsí mót

AMF og RIG (fært yfir til KLÍ 2020)

Jólamót ÍR

Áramót

Páskamót

Meistaramót ÍR

Deildin kemur einnig að skipulagi og framkvæmd Reykjavíkurmóta bæði unglinga og fullorðinna.

Sjá reglugerðir fyrir keilumót ÍR.

Styrktaraðilar ÍR

X