Skíðadeildir Víkings og ÍR starfa saman undir nafninu Hengill. Allir foreldrar (eða forráðamenn) barna sem æfa skíði hjá Hengli eru félagar í foreldrafélagi Hengils og eru stjórnir skíðadeildanna myndaðar af foreldrum. Deildirnar eru reknar af foreldrum iðkenda og þar sem margar hendur vinna létt verk mynda stjórnirnar og foreldrafélagið vinnuhópa eða nefndir til að halda utanum einstaka þætti í starfinu. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í íþróttastarfi barna sinna með því að bjóða fram krafta sína í vinnuhópa, taka þátt í mótahaldi, og sinna tilfallandi viðvikum þegar á þarf að halda. Ætlast er til að allar fjölskyldur standi tvær sjoppuvaktir yfir veturinn, sem er mikilvægur liður í fjáröflun starfsins. Núverandi nefndir eru alpagreinanefnd, mótanefnd, sjoppunefnd, skálanefnd, skálagistinga- og dimbilvikunefnd, Andrésarnefnd, fatanefnd og fjáröflunarnefnd.