Dagbjartur Daði Jónsson spjótkastari hjá ÍR var í kvöld að ná lágmarki á Evrópumeistaramót U23 ára sem fer fram í Póllandi í Júlí. Dagbjartur hefur átt við erfið meiðsli að stríða í olnboganum undanfarin misseri en náði nú að bæta sig í fyrsta skipti í 2 ár. Hann kastaði spjótinu lengst 70.15metra í dag en átti glæsilega og sannfærandi kastseríu. Dagbjartur er nú kominn í stóran hóp af glæsilegu íþróttafólki sem hefur náð lágmarki á þetta sterka mót. Þeir sem hafa nú náð lágmarki eru:
- Guðni Valur Guðnason, kringlukast, ÍR
- Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukast, ÍR
- Aníta Hinriksdóttir, 800m, ÍR
- Dagbjartur Daði Jónsson, spjótkast, ÍR
- Arna Stefanía Guðmundsdóttir, 400m grind, FH
- Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkast, Breiðablik
- Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast, FH
- Vigdís Jónsdóttir, sleggjukast, FH
- Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlaup, FH
Enn er tími til að ná lágmarki á mótið og gaman verður að fylgjast með keppendum á Evrópubikar í fjölþrautum sem fram fer um næstu helgi. Meðal keppenda fyrir íslenska landsliðið á þessu móti eru ÍR-ingarnir Helga Margrét Haraldsdóttir og Tristan Freyr Jónsson. Tristan á góða möguleika á að ná lágmarki á EMU23 en Tristan varð í 9. sæti á heimsmeistaramóti U20 í fyrra.
Við óskum Dagbjarti til hamingju með árangurinn í kvöld, og óskum Helgu Margréti, Tristani og félögum þeirra í landsliðinu góðs gengis í fjölþrautinni um komandi helgi.