Evrópukeppni landsliða í Tel Aviv graphic

Evrópukeppni landsliða í Tel Aviv

25.06.2017 | höf: Kristín Birna

Íslenska landsliðið keppti í Evrópukeppni Landsliða á TelAviv í lok júní. Flestir af bestu afreksmönnum ÍR-ingar voru meðal keppenda og ÍR-ingar skipuðu um helming liðsins. Árangur þeirra var eftirfarandi. Rétt er að taka fram að það var mjög heitt á TelAviv og þar með erfiðar aðstæður fyrir sumar greinar eins og til að mynda langhlaupin. Keppnin var óvenju sterk í ár en 14 lið tóku þátt samanborið við 8 lið fyrir 2 árum síðan þegar þessi keppni fór síðast fram. Ísland féll niður úr deildinni og er nú í 3. deild en vonast til að vinna sig upp aftur þegar keppnin verður haldin næst en það er árnið 2019.

Hulda Þorsteinsdóttir stökk 4.05m í stangarstökki og náði þriðja sæti sem er frábær árangur í svo sterkri keppni

Ívar Kristinn Jasonarson hljóp á 53,36sek í 400m grindahlaupi og endaði í 10. sæti.

Thelma Lind Kristjánsdóttir kastaði lengst 48,32 m og hafnaði í 7. sæti.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir hljóp sínum ársbesta tíma í 100m, 11,91 sek og hafnaði hún í 10. Sæti. Hún reyndi einnig fyrir sér í nýrri keppnisgrein, 400m, þar sem hún sýndi frábæran árangur og sterkan liðsanda þegar hún hjóp á 56,65sek.

Óðinn Björn Þorsetinsson hafnaði í 8. sæti í kúluvarpi með 16,56 m.

Andrea Kolbeinsdóttir hljóp á tímanum 11:04,24 mín í 3000m hindrunarhlaupi og hafnaði í 8. sæti.

Helga Margrét Haraldsdóttir keppti í þrístökki en náði því miður ekki gildu stökki í keppninni.

Hlynur Andrésson hljóp á 14:47,27 mín í 5000m hlaupi og hafnaði í 8. sæti.

Aníta Hinriksdóttir sigraði í 800m á tímanum 2:02,57 mín og var hún um það bil 2 sek á undan næstu stúlku sem þó á undir 2 mínútum í 800m hlaupi.

Þorsteinn Ingvarsson keppti í þrístökki og stökk 14,23m og náði 9. sæti.

Einar Daði Lárusson keppti í 110m grindahlaupi karla og hljóp hann á 14,91 sek. Einar Daði er að koma til baka eftir þó nokkra fjarveru og er mikið gleðiefni að sjá hann keppa aftur með landsliðinu.

Guðni Valur Guðnason kastaði 57,98m og náði 6. sæti.

Arnar Pétursson hljóp 3000m hindrun á 9:30,47 og hafnaði í 8. sæti.

Kristín Lív Svabo Jónsdóttir keppti í hástökki og stökk 1.65m og náði hún 10. sæti

Tiana Ósk Whitworth hljóp 200m á 24,71sek og varð í 11. sæti.

Íslenska kvennasveitin í 4x100m hlaupi endaði 7. sæti á tímanum 46,06 sekúndum. Þar voru tveir ÍRingar, þær Hrafnhild Eir og Tíana Ósk, ásamt þeim Andreu Torfadóttur og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH.

ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson var hluti af Íslandsmetsveit karla í 4x100m boðhlaupi. Þeir hlupu á 40,40 sekúndum sem er stórglæsilegur tími og bæting á um það bil tveggja vikna gömlu meti um 5/100. Aðrir hlauparar í sveitinni voru þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason, báðir í FH og Björgvin Brynjarsson Breiðabliki.

Íslenska kvennasveitin í 4x400m hlaupi endaði í 8. sæti á tímanum 3:40,81 en ÍR-ingarnir Hrafnhild Eir og Aníta Hinriksdóttir voru í þeirri sveit.

Íslenska karlasveitin í 4x400m hlaupi endaði í 9. sæti á tímanum 3:17,61 en ÍR-ingurinn Ívar Kristinn hljóp í þeirri sveit.

Til hamingju ÍR-ingar

X