Bréf frá Gand Master Cho

Halló kæru TTU meðlimir.

Ég vona að allir séu hraustir og þjálfa gott Taekwondo.

Ég hef verið í Kóreu til að sitja aðalfundi með forseta Kukkiwon. Ég var þar serm ráðgjafi um hvaða leið er best fyrir Taekwondo í framtíðinni.

Ég held að mikilvægasti punkturinn sé Dan Taekwondo Diploma. Því það eru margir sem sækja þau, án þess að hafa tekið próf í tækni og eða tekið skrifleg próf. Þeir gefa það sem gjöf eða minjagrip.

Vandamálið er að Kukkiwon verður að taka við upplýsingum, án þess að vera fær um að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu réttar. Slík undanskot á reglum er hættuleg fyrir framtíð Taekwondo, því það leiðir til að gæði Taekwondo lækka.

Önnur atriði eru doboks(gallar) og belti. Í dag eru engar reglur til um dobok og belti. Til dæmis, margir hafa sett texta á dobok – þeir búa til mynstur eða skrifa eigin nafni/heiti landsins – á rassinn! Ég held að það sé stór mistök.

Eigið nafn eða nafn lands verður að vera skrifað á framhlið – nær hjartanu!

Sumir félagar taka belti bara einu sinni í kring, eða þeir taka það tvisvar í kring án þess að fara yfir belti að aftan. Þetta er rangt. Beltið verður að fara tvisvar í kring og krossa fyrir aftan bak. Ég veit að allir TTU-meðlimir skilji hvers vegna.

Ég átti einnig tvisvar persónulegar samræður við forseta Kukkiwon, Grand Master Kang Won Sik. Hann samþykkur því að dobok verður að endurspegla Kóreska lífsstíl og menningu. Hann vildi fá að TTU doboks, svo ég afhenti honum galla og belti. Honum fannst að þeir væru mjög góðir.

Þannig að ég vona að allir Taekwondo meðlimir fari að nota TTU dobok. Ég vona líka að Kukkiwon muni ákveða að yfir í Mudo-Taekwondo-doboks eins TTU. Þannig að ég er glaður eftir þessa ferð og hef nú jákvæða sýn á framtíð Taekwondo.

Nú kominn vetur og bráðum koma jólin. Ég vona að þið öll hugið að heilsu ykkar og þið hafið það gott.

Ég vonast til að sjá sem flesta í vetrarbúðum í Ski – og í Bergen.

Kveðja, Grand Master Cho Woon Sup.

X