Til að ná góðu flæði í mótið og geta haldið tímamörk, þá er mjög mikilvægt að öll félög skrái iðkendur sýna á þar til gert skráningarform (bætið inn línum eftir þörfum). Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: Nafni iðkenda, kennitala, beltagráða, hæð og þyngd. Engin vigtun verður, en vigt verður á staðnum og áskilur mótstjórn sér rétt til að vigta einstaka keppendur, sé talin ástæða til eða að upp komi kvartanir. Einnig þarf að koma fram hvort viðkomandi ætlar að keppa í bæði poomsae og sparring eða bara í annarri greininni. Allir keppendur 12 ára og eldri þurfa að hafa keppnisleyfi frá TKÍ (afhendist á mótsdag sé keppandi ekki þegar kominn með leyfi ef allar skráningar eru réttar og viðkomandi félag er skuldlaust við TKÍ og Felix rétt uppfærður). ATH. Þeir sem þegar hafa fengið TKÍ passa/keppnisleyfi, skylda er að koma með þá. Ýtarlegri lýsing á mótsfyrirkomulagi verður sett inn á heimasíðu TKÍ þegar hún liggur endanlega fyrir. Þáttökugjöld á barnamótinu á laugardag eru 1500 kr og fyrir fullorðna á sunnudag er gjaldið 2500 kr Greiða skal þátttökugjöldin inn Bankareikning: 1195 – 26 – 41360 KT: 580991 – 1309