Beltapróf

13.12.2015 | höf: Jóhann Gíslason

13.12.2015

Beltapróf haustannar hjá Taekwondodeild ÍR

(For information in english please contact joigisla@gmail.com)

Nú eru í gangi beltapróf hjá taekwondodeildinni. Aðalprófið fer fram föstudaginn 18. desember. Forpróf fara fram á venjulegum æfingartímum næstkomandi þriðju- og fimmtudag. Athugið að byrjað var á að prófa í Poomsae(formi), síðastliðinn föstudag. Ef að einhverjir misstu af því prófi verða þeir að taka þann hluta eftir að öðrum prófum er lokið á þriðjudag og fimmtudag. Þeir sem mættu á föstudag en náðu ekki sínum hluta fengu séns fram á næsta þriðjudag til þess að bæta það upp. Þetta á við flesta í hópnum börn, hærri gráður, en enga af nýju byrjendunum eða eldri hópnum.

Til að taka próf verður að vera búið að ganga frá skráningu og greiðslu í félagið.

Athugið að sumir iðkendur eru væntanlega ekki tilbúnir til þess að taka próf að þessu sinni. Ef iðkandi hefur æft stutt eða að hann nær ekki forprófinu mun hann ekki fara í próf núna heldur bíður fram að vorprófum. Er þetta gert til þess að iðkendurnir sem að fara í prófið séu örugglega tilbúnir í það og því litlar líkur á falli. Þó gerist það samt að fólk á slæman dag og fellur, en þá er bara að æfa sig og taka prófið eða prófhlutann aftur.

Á þriðjudaginn verður prófað í þreki og hraðaspörkum.

Á fimmtudaginn verður prófað í annarri tækni eins og spörkum, höggum vörnum og fl.

Á föstudeginum verður tekið hæsta poomsae (form), eins skrefs bardagi, stuttur bardagi, brottækni, sjálfsvörn og fl. Einnig verða nokkrar spurningar um heiti á spörkum og fl sem við höfum farið í í vetur. Krakkanir fengu einnig námsefni á blöðum til þess að æfa sig á heima, í síðustu viku.

Lokaprófið á föstudeginum hefst á byrjendahóp kl 17:15. Framhalds og eldri hópar eiga að mæta 18:15. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Próftökugjald er 2500kr fyrir lægri belti og 4000kr fyrir hærri (rautt og upp)

Spurningar sendist vinsamlegast á joigisla@gmail.com eða í síma 8660282, eða á Arnar í arnartkd@gmail.com

Með bestu kveðju

Þjálfarar og stjórn

X