Skíðafréttir

Mars er búinn að vera viðburðaríkur hjá iðkendum okkar í fullorðinsflokki í Skíðadeild ÍR.  Auður Björg Sigurðardóttir, Signý Sveinbjörnsdóttir og Stefán Gíslason æfa undir merkjum ÍR með sameinuðu Skíðaliði Reykjavíkur og Breiðabliks.  Í vetur eru þau búin að æfa í Bláfjöllum en einnig eru nokkrar æfingaferðir að baki í vetur, þar sem æft var og keppt á ýmsum mótum,  við kjöraðstæður í Austurríki og á Ítalíu.  Signý Sveinbjörnsdóttir er búin að eiga frábæran vetur.  Hún keppti á HM unglinga í Panorama í Kanada og á Ólympíleikum Evrópuæskunnar í Vuokatti í Finnlandi í mars og stóð sig vel á báðum mótum.  Skíðamót Íslands, Landsmót fór fram á Dalvík og Ólafsfirði helgina 26.-28.mars og áttu þau Stefán, Auður Björg og Signý öll gott mót.  Stefán Gíslason hafnaði í 3.sæti í svigi í aldursflokki 16-17 ára og Signý Sveinbjörnsdóttir hafnaði í 3.sæti í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í aldursflokki 16-17 ára.  Í lok Landsmóts var Signý krýnd Bikarmeistari Skíðasambands Íslands í kennaflokki í alpagreinum og óskar Skíðadeild ÍR, Signýju innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.  Skíðavetrinum er hvergi nærri lokið.  Auður Björg og Stefán eru á leið í æfinga- og keppnisferð til Frakklands um páskana og keppa Fis-móti nokkurra Evrópulanda.  Skíðadeildin óskar þeim góðs gengis í Frakklandi.

X