Ólympíuleikar Evrópuæskunnar í Vuokatti í Finnlandi.

04.04.2022 | höf: Fríða Jónasdóttir

ÍR-ingurinn, Signý Sveinbjörnsdóttir keppti á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Vuokatti í Finnlandi dagana 19.-23.mars sl.  Þetta var ferð á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með íþróttafólki í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbrettum.  Signý keppti í svigi og stóð sig vel.  Þetta mót var mikil upplifun og ævintýri fyrir ungmenni fædd 2003-2004, hvaðan að úr Evrópu og mikill heiður að vera valin til þátttöku fyrir hönd Íslands.   Skíðadeild ÍR óskar Signýju innilega til hamingju með þátttökuna á þessu móti.

X