Signý Sveinbjörnsdóttir og Stefán Gíslason valin skíðafólk ársins 2023 hjá ÍR

Val á íþróttafólki ársins hjá ÍR fór fram að venju milli jóla og nýárs. Þau Signý Sveinbjörnsdóttir og Stefán Gíslason voru valin skíðakona og skíðakarl ÍR árið 2023.

Helsti árangur Signýjar síðasta vetur er að hún varð Bikarmeistari Íslands í kvennaflokki, Íslandsmeistari í svigi U21, Íslandsmeistari í stórsvigi U21, Íslandsmeistari í alpatvíkeppni U21. Á skíðalandsmóti Íslands sem fram fór á Dalvík hafnaði hún í 2.sæti í svigi og 4.sæti í stórsvigi og er því á meðal bestu skíðakvenna landsins.

Stefán Gíslason hefur verið helsti keppandi ÍR í karlaflokki á skíðum undanfarin ár. Hann var í fjórða sæti í bikarkeppni skíðasambands Íslands s.l. vetur auk þess sem hann var einn af fulltrúum Íslands á ólympíuleikum æskunnar sem fram fór á Ítalíu í janúar.

Við óskum Signýju og Stefáni til hamingju með nafnbótina

X