Skíðadeild kynningarfundur miðvikudaginn 27. september graphic

Skíðadeild kynningarfundur miðvikudaginn 27. september

25.09.2023 | höf: Eiríkur Jensson

Miðvikudaginn 27. september kl. 18:00 verður haldinn kynningarfundur á starfi vetrarins í Víkinni, félagsheimili Víkings í Fossvogi. Nýir iðkendur og foreldrar þeirra eru boðnir sérstaklega velkomnir. Skíðaæfingar hjá skíðadeild ÍR fara fram í samstarfi við skíðadeild Víkings. Á fundinum verður farið yfir dagskrá haustsins, þjálfara flokka, viðburðir og starf Hengils í vetur.   Hlökkum til að sjá sem flesta og keyra starfið í gang fyrir vonandi frábærum skíðavetri. Stjórn Hengils – samstarf skíðadeilda ÍR/Víkings

X