Heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum, U21, fór fram í Panorama í Kanada í byrjun mars, Skíðadeild ÍR átti fulltrúa á leikunum, Signýju Sveinbjörnsdóttur. Þetta var sterkt mót, brautir langar og krefjandi og margar af bestu skíðakonum heims U21 að raða sér í efstu sætin. Signý stóð sig vel, kláraði keppni í svigi og stórsvigi með sóma. Skíðadeild ÍR óskar Signýju til hamingju með frammistöðuna á þessu stórmóti.