Góður árangur ÍR á Andrésar Andarleikunum 2022
Andrésar Andarleikarnir fóru fram í síðustu viku og áttu ÍR-ingar fullt af flottum keppendum á mótinu sem allir stóðu sig frábærlega. Það ríkti mikil gleði á leikunum, enda erum við búin að bíða í þrjú ár eftir að fá loksins að keppa aftur á þessu skemmtilegasta skíðamóti ársins. Sólin skein alla helgina og gerðu mótshaldarar það að verkum að aðstæður voru eins og best verður á kosið í lok apríl.
ÍR-ingarnir stóðu sig frábærlega og unnu til fjölda verðlauna og varð Margrét Magnúsdóttir Andrésarmeistara í svigi 12. ára stúlkna.
Myndir frá leikunum eru fengnar frá öllum frábæru forrldunum sem eru ómissandi liður í því að halda úti okkar öfluga starfi.