Byrjendanámskeið – Öllum opið

Byrjendakennsla verður haldin laugardaginn 6. janúar og síðan sunnudaginn 14. janúar, frá kl 11 til kl 12. Kennslan er öllum opin.
Kennslan er fyrir krakka sem setja fyrstu sporin í snjóinn. Yfirsjón með kennslu á laugardaginn er Dagmar skíðaþjálfari og mun hún taka á móti hópinn kl 10.45 í Hengilsskálanum í Bláfjöllum.

Námskeiðið kostar 10.000,- kr per barn og fer gjaldið upp í æfingagjald ef þau byrja að æfa. Námskeiðið stendur í 4x skipti í klukkutíma í senn. Lyftukort er ekki innifalið í því gjaldi.

Nánari upplýsingar og skráning á Facebook síðu Hengils

 

X