Skíðadeildir Víkings og ÍR hvetja börn og fullorðna til að skella sér á skíði í Bláfjöllum á sunnudaginn. Í tilefni alþjóðlega snjódagsins verður skemmtileg þrautabraut við lyftuna Kormák. Skálinn okkar verður opinn gestum eins og aðrar helgar, þar sem gott er að tylla sér með nesti eða kaupa veitingar í foreldrasjoppunni. Milli klukkan 14 og 16 verða iðkendurnir okkar með búningaþema í brekkunum við Kormák og Mikka auk þess sem iðkendur og foreldrar þeirra munu bjóða krökkum stutta tilsögn á skíðum.