ÍR ingar stóðu sig vel á Andrésar Andarleikunum á skíðum sem fram fóru í Hlíðarfjalli á Akureyri. Ber þar hæst að Margrét Björt Magnúsdóttir vann gull í stórsvigi í flokki 8 ára stúlkna og Stefán Gíslason vann brons í bæði svigi og stórsvigi í flokki 12 ára drengja. Óskum þeim og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.