Opna Reykjavíkurmót einstaklinga 2016 (án forgjafar)

Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016. Skráning fer fram hér. Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. september kl. 21:00.

Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Ekki er keppt um þriðja sætið, tvö brons.

X