Pepsí mótaröðin í keilu hófst í gær graphic

Pepsí mótaröðin í keilu hófst í gær

29.08.2016 | höf: Jóhann Ágúst

Í gærkvöldi hófst Pepsí-keilan að nýju eftir sumarfrí. Ágætis mæting var í mótið eða 16 keilarar. Talsverður fjöldi fólks var fyrir í Keiluhöllinni en það hefur varla sést svona mikið af fólki á sunnudagskvöldi í dágóðan tíma. Að þeim sökum var svolítið þröngt um okkur en það blessaðist eins og búast mátti við. Í efsta sæti í * flokki varð Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR en hann spilaði 781 í fjórum leikjum sem gera 195,25 í meðaltal. Í A flokki varð það Guðný Gunnarsdóttir ÍR sem spilaði 738 eða 184,5 í meðaltal. B flokkinn tók Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 660 eða 165 í meðaltal og C flokkinn tók Ingi Már Gunnarsson ÍR með 595 eða 148,75. Olíuburðurinn í gær var C-Tower of Pisa 41 fet.

Mótin halda svo áfram alla sunnudaga í vetur og von er á að næsta sunnudag verði sett á sú olía sem verður í deildinni fyrri hluta tímabilsins.

X