Hinrik Óli Gunnarsson
Hinrik Óli varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga í keilu í fyrsta sinn og er hann næst yngsti keilarinn til að landa þeim titli.
Hann varð í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti para og lið hans ÍR-L varð í 3-4 sæti á Íslandsmeistaramóti liða.
Nanna Hólm Davíðsdóttir
Nanna varð í 3 sæti á Íslandsmeistaramóti einstaklinga á árinu.
Hún varð einnig í 3 sæti á Íslandsmeistaramóti para.
Þá varð hún ásamt liði sínu ÍR-TT í öðru sæti í deildarkeppni 1. deildar og í öðru sæti á Íslandsmeistaramóti og bikarkeppni liða.
Nanna fór einnig lengst íslenskra kvenna á Reykjavík International Games.