Keilukrakkar ÍR sigursælir á tímabilinu

Nú er keppni að mestu lokið þetta tímabilið hjá ungmennum í keilu. Um helgina fór fram lokaumferð í Meistarakeppni KLÍ. Sú keppni fer þannig fram að 5 umferðir eru leiknar yfir tímabilið þar sem krakkarnir leika 6 leiki í 1. til 3. flokki en krakkarnir í 4. og 5. flokki leika 3 leiki hvert sinn. Bestu 4 umferðir telja síðan til stigakeppninnar sem nær yfir tímabilið. Í 1. flokki pilta átti ÍR efstu 3 keppendurnar á verðlaunapalli, 2. sætið í 1. flokki stúlkna, 1. sætið í 2. flokki pilta sem og 2. flokki stúlkna.

Gaman er að segja frá því að mikil aukning varð í keppendahópi í 4. og 5. flokkum. Er það von allra félaga í keilunni að sá fjöldi haldist yfir á nýtt tímabil.

Lokastaðan í Meistarakeppnini var þessi hjá ÍR-ingum:

1. flokkur pilta

1. sæti: Adam Geir Baldursson
2. sæti: Hlynur Freyr Pétursson
3. sæti: Steindór Máni Björnsson

1. flokkur stúlkna

2. sæti: Elva Rós Hannesdóttir

2. flokkur pilta

1. sæti: Hinrik Óli Gunnarsson
5. sæti: Guðbjörn Joshua Guðjónsson

2. flokkur stúlkna

1. sæti:  Hafdís Eva L Pétursdóttir

3. flokkur pilta

3. sæti: Tristan Máni Nínuson

4. flokkur pilta

2. sæti:  Gottskálk Ryan Guðjónsson
3. sæti:  Viktor Snær Guðmundsson
5. sæti:  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson

4. flokkur stúlkna

2. sæti:  Bára Líf Gunnarsdóttir

Fleiri kepptu undir merkjum ÍR á mótinu en náðu ekki inn á stigalista vegna fárra móta.

Auk þess kepptu þessir hressu krakkar í 5. flokki pilta og stúlkna

  • Davíð Júlíus Gíja
  • Ásgeir Máni Helgason
  • Sigfús Áki Guðnason
  • Ester Sylvía Svanbergsdóttir
  • Katrín Hulda Sigurðardóttir

Æfingar deildarinnar halda áfram fram í maí mánuð. Sjá nánar í Sportabler.

X