Keiludeild ÍR bætir við þjálfaramenntun þjálfara sinna

Á dögunum luku Jóhann Á Jóhannsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson, þjálfarar keiludeildar ÍR, ETBF Level 2 þjálfunarnámi í Englandi en námið var haldið af breska keilusambandinu undir leiðsögn Mark Heathorn framkvæmdastjóra þjálfunar breska sambandsins. ETBF Level þjálfaranámskeiðin eru haldin samkvæmt forskrift Evrópska keilusambandsins og eru alls þrjú stig kennd á þeirra vegum. Á Level 2 er farið dýpra í tækniþjálfun og miðast námskeiðið við þjálfun keppnisfólks. Allir þjálfarar keiludeildar hafa í það minnsta lokið Level 1, grunnmenntun, og nú eru 3 af 6 þjálfurum komnir með Level 2 réttindi en auk þess er Stefán Claessen yfirþjálfari með Level 3 réttindi fyrir afrekskeilara.

X