Kristján Þórðarson Íslandsmeistari öldunga 2019 graphic

Kristján Þórðarson Íslandsmeistari öldunga 2019

13.03.2019 | höf: Jóhann Ágúst

Kristján Þórðarson úr ÍR varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla 2019 í öldungaflokki. Sigraði hann Björn G Sigurðsson úr Keilufélagi Reykjavíkur í úrslitum 3-0 en Kristján leiddi mótið lengst af eða skiptist á forystu í mótinu við Björn. Efst ÍR kvenna á mótinu varð svo Bára Ágústsdóttir sem endaði í 5. sæti en Íslandsmeistari kvenna í öldungaflokki 2019 varð Helga Sigurðardóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur.

X