Fjölmargir ÍR-ingar á Evrópumóti öldunga graphic

Fjölmargir ÍR-ingar á Evrópumóti öldunga

27.06.2022 | höf: Jóhann Ágúst

Núna fer fram svokallað European Seniors Bowling Championship, ESBC mót í keilunni í Berlín Þýskalandi. ESBC er mót þar sem allir sem komnir eru á réttan aldur geta mætt á og keppt, hitt aðra keilara frá álfunni og notið samverunnar í keilu. Í ár hafa aldrei farið eins margir frá Íslandi á þetta mót en 31 héldu af landi brott um helgina. ÍR-ingar eru lang fjölmennastir í íslenska sem fyrr og eru alls 18 frá okkar félagi þarna úti en auk þess eru þáttakendur frá ÍA, Keilufélagi Reykjavíkur og Þór Akureyri.

ESBC mótin stækka ört með vaxandi fjölda 50+ þátttakenda í keilu. Á vefsíðu mótsins er hægt að fylgjast með öllu sem að því kemur svo sem lifandi skori, dagskrá, steymi og annað.

Þessir keppendur úr ÍR keppa á mótinu:

 • Anna Kristín Óladóttir
 • Bára Ágústsdóttir
 • Björgvin Magnússon
 • Böðvar Már Böðvarsson
 • Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir
 • Guðný Gunnarsdóttir
 • Guðmundur Jóhann Kristófersson
 • Halldór Guðmundsson
 • Halldóra Í Ingvarsdóttir
 • Herdís Gunnarsdóttir
 • Hreinn Rafnar Magnússon
 • Jónína Ólöf Sighvatsdóttir
 • Kristján Þórðarson
 • Linda Hrönn Magnúsdóttir
 • Sigríður Klemensdóttir
 • Snæfríður Telma Jónsson
 • Valdimar Guðmundsson
 • Þórarinn Már Þorbjörnsson

X