ÍR KLS Bikarmeistarar KLÍ 2018

Lið ÍR KLS sigraði í gær Bikarkeppni Keilusambands Íslands 2018. Sigruðu þeir lið KFR Stormsveitarinnar í þrem viðureignum en þrjá sigra þarf til að hampa titilinum. Í fyrsta leik kvöldsins voru lið nokkuð jöfn en KLS menn náðu 638 pinnum (212,7 í meðaltal) á móti 621. Síðan gáfu KLS menn all í botn og náðu næsta leik með 715 (238,3 mtl.) og loks 661 (220,3 mtl.). Arnar Sæbergsson spilaði manna best en hann var með 741 seríu eða 247 í meðaltal. Leikmenn ÍR KLS á myndinni eru frá vinstri: Þórhallur Hálfdánarson, Arnar Sæbergsson og Stefán Claessen. Í liðinu eru einnig Andrés Páll Júlíusson og Magnús Magnússon sem voru fjarverandi.

Kvennalið ÍR Buff keppti einnig til úrslita en lutu í lægra hald gegn liði KFR Valkyrja. Fór sú viðureign 3 – 1 fyrir Valkyrjum en Buff stelpur náðu sínum sigri í þriðja leik kvöldsins og knúðu þannig fram lokaleikinn. Voru þær yfir lengst um í fjórða leik kvöldsins og ef þær hefðu unnið hefði viðureignin farið í bráðabana. Þær gáfu þó aðeins eftir í síðustu römmum leiksins og Valkyrjur lönduðu því titlinum í ár.

Við óskum liðunum til hamingju með Bikarmeistaratitlana í ár.

IR_Buff_2018

Lið ÍR Buff frá vinstri: Margrét Björg Jónsdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir, Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir, Elva Rós Hannesdóttir og Ástrós Pétursdóttir.

X