ÍR KLS og ÍR Buff keppa til úrslita í Bikarkeppni KLÍ graphic

ÍR KLS og ÍR Buff keppa til úrslita í Bikarkeppni KLÍ

11.04.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Í gærkvöldi fóru fram undanúrslit í Bikarkeppni Keilusambandsins. Þar áttust við karlaliðin ÍR KLS og KFR Lærlingar. Mikil spenna var í leiknum en fór svo að ÍR KLS hafði betur í fjórum viðreignum 3 -1. Í síðasta leiknum spilaði Stefán Claessen 296 og var aðeins 4 pinnum frá fullkomnum leik. Andrés Páll Júlíusson liðsfélagi hans Stefáns sem hefur verið sjóðheitur undanfarið spilaði 279 sem þýðir að hann var bara með fellur og svo einu sinni 9 pinna og feykju. ÍR KLS mætir því liði KFR Stormsveitarinnar í úrslitum á sunnudaginn kemur kl. 19.

Hjá konum voru tvö ÍR lið í undanúrslitum. Annarsvegar ÍR Buff sem keppti við lið KFR Valkyrjur Z og höfðu Buff stelpur betur 3 – 0 og fóru því nokkuð örugglega í úrslit. Í hinni viðureigninni voru það ÍR TT sem kepptu við KFR Valkyrjur. Þar var spennan meiri en fór svo að ÍR TT tapaði síðasta leiknum með aðeins einum pinna og viðureigninni því 1 – 3. Voru þær grátlega nærri að knýja fram bráðabana.

Það verða því lið ÍR KLS og KFR Stormsveitin sem mætast í karlaflokki annarsvegar og svo lilð ÍR Buff og KFR Valkyrjur sem mætast hjá konunum. Leikið verður í Egilshöll á sunnudaginn kemur kl. 19:00

X