Hafþór Harðarson er Íslandsmeistari karla í keilu 2021

Um helgina fór fram Íslandsmót einstaklinga í keilu en kepp er samkvæmt venju í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór Harðarson úr ÍR varð Íslandsmeistari í 5. sinn á ferlinum þegar hann lagði liðsfélaga sinn Gunnar Þór Ásgeirsson í úrslitaviðureigninni með 256 pinnum gegn 236. Gunnar Þór varð Íslandsmeistari 2019 en ekki var keppt um titilinn í fyrra vegna Covid. Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur varð síðan í 3. sæti eftir úrslitakeppnina. ÍR átti alls 5 keppendur af 8 í undanúrslitum mótsins í ár.

Ástrós Pétursdóttir varð síðan í 3. sæti á Íslandsmóti kvenna sem fram fór samtímis karlamótinu. Í kvennaflokknum átti ÍR 4 fulltrúa af 8 í undanúrslitum mótsins.

X