Í dag 4. september hefjast æfingar ungmenna í keilu á haustönn fyrir krakka í 3. bekk og eldri. Sú breyting er gerð á æfingahópum að núna eru í boði grunnhópur annarsvegar og svo framhaldshópur. Í hópana er skipt samkvæmt ákvörðun þjálfarahóps deildarinnar og ættu flestir þeir sem eru að halda áfram hjá okkur að hafa fengið upplýsingar í hvorn hópinn þeir fara. Ekki er lengur skipt upp eingöngu samkvæmt aldri heldur er núna skipt upp samkvæmt færni einstaklingsins. Með þessu viljum við reyna að gera þjálfunina skilvirkari miðað við hvorn hóp fyrir sig. Þeir sem verða í grunnhóp er síðan skipt upp í minni hópa þannig að aldurshópar haldi sér.
Tímarnir á haustönn verða því svona:
- Mánudagar frá kl. 17:00 til 18:30 – Framhaldshópur
- Þriðjudagar frá kl. 17:00 til 18:00 – Grunnhópur
- Miðvikudagar frá kl. 17:00 til 18:30 – Framhaldshópur
- Fimmtudagar frá kl. 17:00 til 18:00 – Grunnhópur
Foreldrar eru beiðnir um að taka tillit til þessa þegar krakkar eru skráðir á námskeið hjá okkur í Nóra.
Sem fyrr höldum við áfram með ÍR unga sem er ætlað fyrir krakka í 1. og 2. bekk. Æfingar fara fram á miðvikudögum og föstudögum í íþróttahúsinu Austurbergi frá kl. 16:00 til 17:00 en þar geta krakkarnir farið á milli íþróttagreina, sjá nánar.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á yfirþjálfara deildarinnar Stefán Claessen. Einnig viljum við minna á Fésbókargrúbbu keilukrakka en inn á þá síðu geta þeir krakkar sem æfa hjá okkur keilu og foreldrar þeirra óskað eftir aðgangi.