1. umferð forkeppni AMF 2018 – Skráning

Qubicka AMF merkið

Dagana 15. til 19. nóvember verður 1. umferð í forkeppni AMF haldin í Keiluhöllinni Egilshöll. Athugið að breyting er á venjulegu fyrirkomulagi 1. umferðar. Boðið er upp á 4 riðla en engin úrslit verða í 1. umferðinni. Hægt er að leika í öllum riðlunum og gildir þá besta serían til AMF stiga. Tíu bestu seríurnar í riðlakeppnunum fá því AMF stig. Leikin er 6 leikja sería með hefðbundinni færslu eftir hvern leik. Konur fá 8 pinna forgjöf.

Boðið er upp á eftirfarandi riðla og athugið að það þarf að skrá sig í hvern riðil sérstaklega og að takmarkaður fjöldi kemst að á miðvikudeginum og fimmtudeginum. Skráningarfrestur er í hvern riðil fyrir sig:

  1. riðill miðvikudaginn 15.11. kl. 19:00 – Skráning í 1. riðil
  2. riðill fimmtudaginn 16.11. kl. 19:00 – Skráning í 2. riðil
  3. riðill laugardaginn 18.11. kl. 09:00 – Skráning í 3. riðil
  4. riðill sunnudaginn 19.11. kl. 09:00 – Skráning í 4. riðil

Olíuburður í 1. umferðinni verður C – Chichen Itza 40 fet

Verð pr. seríu er 6.000,- kr.

X