Frá Heimsbikarmóti einstaklinga 2017 graphic

Frá Heimsbikarmóti einstaklinga 2017

10.11.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Einar Már Björnsson úr ÍR hefur lokið keppni á AMF World Cup sem fram fer í Hermosillo í Mexíkó. Eftir 24 leiki í forkeppninni lauk hann keppni og endaði í 59. sæti. Eins og fram hefur komið átti Einar erfiðan fyrsta dag og það er vitað að það er hverjum erfitt að rífa sig upp úr erfiðri byrjun. Einar gaf þó aðeins í næstu daga á eftir og náði m.a. í gær 242 leik.

Lokastaðan hjá körlum var þannig að Fishol frá Malasíu varð efstur með 222.25 í meðaltal, Jakib Butturff frá BNA varð í 2. sæti með 220.75 í meðaltal og Oscar Rodriguez frá Kólimbíu varð þriðji með 218.33 í meðaltal. 203.42 var meðaltalið í 24. sæti sem er síðasta sæti inn í milliriðil.

Hjá konum var það sænska Jenny Wegner sem hélt fyrsta sætinu alla forkeppnina en hún endar með 227.21 í meðaltal og er enn eini keppandinn sem náð hefur fullkomnum leik eða 300 pinnum. Í öðru sæti er Vanessa Timter frá Þýskalandi með 220.12 og svo Rocio Restrepo frá Kólimbíu með 219.08 í meðaltal. 191.83 er meðaltalið í 24. sæti.

Næst fara fram á AMF World Cup milliriðlar og að lokum eru það 8 efstu sem halda áfram inn í úrslitakeppnina. Fylgjast má með öllum upplýsingum um mótið á vefsíðu þess.

Í næstu viku byrjar svo forkeppnin fyrir AMF 2018 en þá verður 1. umferðin af þrem haldin, sjá auglýsingu á vefjum keilunnar.

X