Adam Pawel Blaszczak yfirþjálfari ÍR-Keiludeildar

ÍR-Keiludeild leggur metnað sinn í að þjálfarar deildarinnar séu sem best menntaðir í þjálfunarfræðum. Á þá bæði við þjálfaranámskeið ÍSÍ sem og sértæk keiluþjálfunarstig. Deildin hefur á að skipa nokkra þjálfara með þar til gerð réttindi.

Yfirþjálfari deildarinnar er Adam Pawel Blaszczak ETBF Level 1 og USBC Silver. Adam, sem er pólskur, hefur búið hér á landi undanfarin ár. Þjálfaði hann m.a. Dariu Pajak á yngri árum hennar en hún hefur komið hingað og keppt á RIG mótum.

Þálfarar deildarinnar eru:

  • Adam Pawel Blaszczak – Þjálfun fyrir deildarspilara – ETBF Level 1, USBC Silver
  • Þórarinn Már Þorbjörnsson – Framhaldshópur – ETBF Level 2
  • Jóhann Ágúst Jóhannsson – Grunnhópur ETBF Level 2
  • Guðmundur Kristófersson (Gandi) – Grunnhópur ETBF Level 1
  • Geirdís Hann Kristjánsdóttir – Grunnhópur ETBF Level 1

Innan deildarinnar eru aðrir sem m.a. hafa lokið allt frá ETBF Level 1 til ETBF Level 3 sem er hæðsta gráðan innan ETBF.

Síðast uppfært: 09.08.2021 klukkan 21:46

X