Karetehluti Reykjavíkurleikanna fór fram sunnudaginn 30. janúar sl. í Laugardalshöllinni. Tveir keppendur tóku þátt frá ÍR, þau Dunja Dagný Minic og Jakub Konu. Dagný keppti í kata og kumite og vann til silfur- og bronsverðlauna. Jakub keppti í kata og hlaut hann silfurverðlaun fyrir.
10 erlendir keppendur tóku þátt á mótinu frá Svíþjóð og Skotlandi auk yfir 60 keppenda frá Íslandi.
Tveir gestadómarar komu frá Danmörku, þau Thomas Larsen EKF-referee og Camilla Budtz, NKF-referee.
.