Haustmót í kumite

Karatedeild ÍR hélt kumitemót fyrir iðkendur ÍR á aldrinum 6-12 ára sunnudaginn 4. nóvember s.l. í ÍR heimilinu. Mótið var æfingamót í kumite, en það er bardagahluti karateíþróttarinnar.

Kumiteþjálfari karatedeildar er Mile Strbac, hann tók til starfa í haust. Mile er serbi, en kemur frá Króatíu. Hann vann til fyrstu verðlauna í fullorðinsflokki í kumite á RIG 2018. Aðalþjálfari karatedeildar er Vicente Carrasco, hann er með margra ára reynslu í karateþjálfun.

kumitemile

Mynd: Branka Aleksandarsdóttir
X