Brons í þriðju landsliðsferð haustsins. graphic

Brons í þriðju landsliðsferð haustsins.

15.10.2018 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Vetrarstarf karatedeildar ÍR er byrjað með miklum krafti. Helsti keppnismaður deildarinnar Aron Anh sem keppir nú á fyrsta ári í flokki fullorðinna var í þriðju keppnisferð haustsins með Íslenska landsliðinu. Um s.l. helgi keppti hann á Central Eng­land Open í Worcester á Englandi. Yfir 500 keppendur mættu til leiks og lenti Aron Huynh í þriðja sæti í kata karla eft­ir marg­ar magnaðar viðureignir. Ljóst er að Aron er á góðum stað í undirbúningi fyr­ir HM í Madríd í næsta mánuði. Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki varð einnig í þriðja sæti í kata og Iveta Ivanova frá Fylki vann til gullverðlauna í kumite unglinga.

Fimmta Smáþjóðamótið í karate var haldið í San Marínó daganna 27. til 29. september s.l. Yfir 300 keppendur tóku þátt frá níu þjóðum í Evrópu. Íslensku keppendurnir, 41 talsins, náðu frábærum árangri og unnu til fjölda verðlauna. Keppt var í kata og kumite, bæði í einstaklings- og liðakeppni, í flokki unglinga og fullorðinna. Íslensku keppendurnir náðu að vinna tvö gull, tvö silfur og nítján brons. Meðal keppenda var Aron Anh Huynh, en hann keppti í fyrsta sinn í fullorðinsflokki á mótinu og vann til bronsverðlauna. Á síðasta ári var Aron fyrstur Íslendinga til að verða smáþjóðameistari í kata unglinga.

Mynd: Ingólfur Snorrason. Landsliðsþjálfari.

Tengdar fréttir: https://www.mbl.is/sport/frettir/2018/10/15/frabaer_arangur_hja_landslidinu_i_karate_myndskeid/

http://kai.is/2018/10/01/frabaer-arangur-a-5-smathjodamotinu-i-karate/

X