Aron og Kamila í þriðja sæti í kata á RIG 2018 .

Íþróttaleikarnir WOW Reykjavík International Games eru haldnir dagana 27. janúar – 4. febrúar 2018. Þetta eru í ellefta sinn sem leikarnir eru haldnir og í sjötta sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 28. janúar 2018. Keppendur voru 131 talsins frá 17 félögum, þar á meðal voru 18 erlendir keppendur frá  Englandi, Skotlandi, Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð.

Keppendur frá karatedeild ÍR voru fimm og komust tveir á verðlaunapall, þau Aron Anh Ky Huynh í kata fullorðinna og Kamila Buraczewska í kata stúlkna 14-15 ára.

Aron keppti í kata fullorðinna, þar sem hann lenti í þriðja sæti ásamt Elíasi Snorrasyni frá KFR. Í fyrsta sæti varð Jordan Szafrank frá Skotlandi. Hann hefur verið í skoska landsliðinu síðastliðin sjö ár, í öðru sæti var Bradd Parfitt frá Englandi.

Kamila keppti í kata stúlkna 14-15 ára, þar sem hún lenti í þriðja sæti ásamt Sophie Ringblom frá Svíþjóð. Alexandra Johnsson frá Svíþjóð var í fyrsta sæti og Freyja Stígsdóttir frá Þórshamar í öðru sæti.

Myndir: ÍR karate

frettrig18

og
X