Júdóæfingar hefjast á morgun eftir páskafrí

Fyrstu æfingar eftir páskafrí hefjast á morgun, miðvikudaginn 12. apríl, og er nóg að gera framundan.

Nokkur mót verða í apríl og eru þau eftirfandi:
15. apríl – Páskamót JR
Engin lágmarksgráða
Keppnisgjald: 1.500kr. – greiðist til þjálfara
Upplýsingar um mótið: https://judo.is/paskamot-jr-2023/
22. apríl Íslandsmót Seniora/einstaklingskeppni
Lágmarksgráða 3. kyu, grænt belti
Keppnisgjald: 3.000kr. – greiðist til þjálfara
Upplýsingar um mótið: https://www.jsi.is/events/islandsmeistaramot-yngriflokka-2023/
29. apríl Íslandsmót í yngri flokkum (11-20 ára – fædd. 2012-2003)
Lágmarksgráða 5. kyu, gult belti
Keppnisgjald: 2.000kr. – greiðist til þjálfara
Upplýsingar um mótið: https://www.jsi.is/events/islandsmeistaramot-seniora-2023/
*ATH* – til þess að skrá á mót þarf að hafa láta þjálfara vita af því í síðasta lagi á mánudeginum fyrir mótið.

Iðkendur sem ekki hafa tekið gráðupróf á vorönn geta tekið það í apríl og bera iðkendur ábyrgð á að undirbúa sig fyrir beltapróf. Gráðunin kostar 1.000kr og greiðist fyrir prófið. Prófdagur verður auglýstur síðar.

X