Þrír ÍR-ingar á U15 landsliðsæfingum KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 24.-.26. janúar næstkomandi.

Í hópnum eru þrír ÍR-ingar, þeir Dagur Már Sigurðsson, Róbert Elís Hlynsson og Sadew Vidusha. Við óskum strákunum til hamingju og góðs gengis á komandi æfingum.

X