Arnar Steinn Einarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning sem yfirþjálfari ÍR í knattspyrnu.  Arnar Steinn er einnig  starfandi sem aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla.

Mikil ánægja hefur verið með störf Arnars síðan að hann gekk í raðir okkar frá Val  og óhætt að segja að #hvítbláahjartað hafi dafnað vel hjá okkar manni.

Arnar Steinn er 38 ára gamall og er að leggja lokahönd sína á UEFA A gráðu.

Við bjóðum hann velkominn í nýtt starf innan félagsins og væntum við mikils af honum á komandi árum í þeirri uppbyggingu sem er framundan hjá félaginu.

X