Sumarnámskeið í frjálsum fyrir 1. – 4. bekk

Frjálsíþróttadeild ÍR stendur fyrir sumarnámskeiði í frjálsum íþróttum fyrir 1. – 4. bekk dagana 6. – 9. ágúst og 12. – 16. ágúst, frá kl. 9 til kl. 12 en æfingar fara fram á ÍR vellinum í Skógarseli. Æfingar eru hugsaðar sem blanda af frjálsum íþróttum, leik og góðri samveru.
Aðstaða fyrir börn og þjálfara verður í vel búnu vallarhúsinu við völlinn en þar verður hægt að borða nesti um miðjan morgun, en mælst er til þess að börnin hafi með sér hollt nesti og vatnsflösku. Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri en mögulegt er þó að fara inn í Fjölnotahús ef veður verður óhagstætt.
Skráning fer fram inni á Sportabler undir frjálsíþróttadeild og er verðið sem hér segir; 7.200 kr fyrir fyrri vikuna (4 dagar), 9.000 kr fyrir seinni vikuna (5 dagar).
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Anton Theodórsson í síma 846-1488.
Aðalþjálfari á námskeiðinu er Magnús Elí Jónsson og aðstoðarþjálfari Helga Lilja Maack.

Skráning.

X