Gatorade Sumarhlaupin byrja 21. apríl
Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR standa saman að hlaupa mótaröðinni Gatorade Sumarhlaupin. Fimm hlaup eru í mótaröðinni, en það er árangur í 10 km sem gilda til stiga, nema í Víðavangshlaup ÍR þar sem 5 km gilda til stiga. Verðlaun eru veitt fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm, í karla og kvennaflokki.
Víðavangshlaup ÍR fer fram á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl.
Víðavangshlaup ÍR er eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins. Hlaupið fer fram í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaup. Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu kl. 12:00.
Næstu hlaup eru:
Fjölnishlaup Olís 26. maí – 10 km, 5 km, 1,4 km skemmtiskokk
Miðnæturhlaup Suzuki 23. júní – 21,1 km, 10 km, 5 km
Ármannshlaupið 6. júlí – 10 km
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 20 ágúst – 42,2 km, 21,1 km, 10 km, skemmtiskokk
Í öllum hlaupunum verða Gatorade drykkjarstöðvar, verðlaun og aðgöngumiðar í sund.
Sjáumst í sumar
Íþróttabandalag Reykjavíkur
Dear runner,
|