Mannabreytingar í aðalstjórn og verðlaunaafhendingar á aðalfundi ÍR 5. apríl

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn þriðjudag, þann 5. apríl í ÍR-heimilinu í Skógarseli.

Góð mæting var á fundinn og gaman var að sjá mörg andlit samankomin. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að veittar voru tvær heiðursviðurkenningar til sjálfboðaliða sem tilnefndir höfðu verið til silfur- og gullmerkis.

Eftirfarandi mannabreytingar voru í aðalstjórn félagsins:
Lísa Björg Ingvarsdóttir, varaformaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Lilja María Norðfjörð, meðstjórnandi, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Félagið vill þakka þeim Lísu og Lilju kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Guðbrandur Daníelsson og Sigurður Gunnar Kristinsson koma nýir inn í stjórn sem meðstjórnendur.

Aðrar breytingar á stjórninni eru þær að Auður Sólrún Ólafsdóttir tekur við stöðu varaformanns og Guðmundur Óli Björgvinsson við stöðu ritara.

Veittar voru tvær heiðursorður fyrir vel unnin störf hjá félaginu:
Arndís Ólafsdóttir fékk afhent silfurmerki.
Ingigerður H. Guðmundsdóttir fékk afhent gullmerki.
(Á mynd frá vinstri: Arndís og Ingigerður)

 

 

X