Sumargaman ÍR 2019 – sumarnámskeið

Sumarnámskeið ÍR “SUMARGAMAN” er fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára, þ.e. börn fædd 2010-2013.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á hreyfingu, leikgleði, útivist og sköpun og geta börnin valið um tvær brautir: íþróttabraut eða lista- og sköpunarbraut.

Íþróttabraut: þátttakendur munu meðal annars stunda handbolta, fótbolta, körfubolta, fimleika og frjálsíþróttir. Einnig verður farið í ýmsar vettvangsferðir, svo sem ævintýraferðir, sundferðir og bæjarferðir, og munu báðar brautir fara saman í þær. Boðið verður einnig upp á danstíma hjá Dansgarðinum í Álfabakka þar sem lögð er áhersla á styrkjandi æfingar, leiki og teygjur.

Lista- og sköpunarbraut: þátttakendur munu meðal annars leggja stund á söng- og leiklist, dans og föndur. Einnig verður farið í ýmsar vettvangsferðir, svo sem ævintýraferðir, sundferðir og bæjarferðir, og munu báðar brautir fara saman í þær. Boðið verður einnig upp á danstíma hjá Dansgarðinum í Álfabakka þar sem lögð er áhersla á skapandi dans og spuna.

Námskeiðin fara fram á ÍR-svæðinu við Skógarsel 12, 109 Reykjavík. Helga Dagný Bjarnadóttir, ferðamálafræðingur og knattspyrnuþjálfari og Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþróttafræðinemi, munu hafa yfirumsjón með námskeiðunum.

Tímabil:

Námskeiðsvikur sumarið 2019

  1. námskeið 11.- 14. júní*
  2. námskeið 18. – 21. júní*
  3. námskeið 24. – 28. júní
  4. námskeið 1. – 5. júlí
  5. námskeið 8. – 12. júlí
  6. námskeið 15. – 19. júlí
  7. námskeið 22. – 26. júlí
  8. námskeið 29. júlí – 2. ágúst
  9. námskeið 6. – 9. ágúst*

Heill dagur: Frá 9-16

Hálfur dagur: Frá 9-12 eða 13-16

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9, 16-17 og 12 -13 fyrir hálfsdags námskeiðin.

Verð:

Heill dagur: 13.000 kr.
Hálfur dagur: 8.000 kr.
Matargjald: 5.000 kr. (Valkvætt)

*Athugið að stjörnumerkt námskeið er fjórir dagar, 10.400 kr. fyrir heilan dag, 6.400 kr. fyrir hálfan dag og 4.000 kr. fyrir mat.

Systkinaafsláttur 10%

Skráning hefst í dag 17.apríl

X