Styrkur þinn til ÍR lækkar tekjuskattstofninn !

Þú átt rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir íþróttafélagið þitt !

Samkvæmt lögum sem voru samþykkt 2021 getur þú sem einstaklingur styrkt ÍR um allt að 350.000 krónur á ári (lágmark 10.000)  sem er síðan frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.

Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag er veitt.

Svona er ferlið :

Þú millifærir upphæð að eigin vali inn á reikning ÍR, 115-26-6701 kt. 670169-1549 og sendir okkur staðfestingu á bokhald@ir.is þar sem þú lætur líka koma fram ef þú vilt styrkja ákveðna deild. Við sendum þér kvittun og komum síðan upplýsingum um gjöfina til skattsins.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skattsins.

X