Parkour námskeið í fyrsta sinn í Breiðholtinu!

ÍR fimleikar standa fyrir 14 vikna Parkour námskeiði fyrir áhugasama grunnskólanemendur.

Námskeiðið hefst 21. janúar og stendur til loka maí. Kennt verður í Breiðholtsskóla á sunnudögum frá kl. 14:15 til 15:45. Þjálfari verður Stefán Þór Friðriksson en hann hefur kennt Parkour í meira en áratug, sótt fjölda námskeiða og býr því yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði Parkour þjálfunar. Verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr en námskeiðið er styrkt af verkefnasjóði ÍBR. Farið verður í grunnþætti Parkour þjálfunar og lögð áhersla á að kenna réttar aðferðir alveg í upphafi. Í fyrsta tíma verður farið yfir hvernig tímarnir verða uppbyggðir fram að vori.

Skráning fer fram á https://ir.felog.is/
Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, sem hefur umsjón með ÍR fimleikum, frida@heilsutorg.is

X