Parkour í Breiðholtsskóla

ÍR fimleikar standa fyrir Parkour æfingum fyrir stúlkur og drengi í Breiðholti í vetur. Æfingar verða á sunnudögum í Breiðholtsskóla, gengið inn um innganginn við enda hússins. Stúlkur 7-10 ára æfa frá kl. 15:15-16:15 og drengir 7-10 ára æfa frá kl. 16:15-17:15. Þjálfari verður Bjarki Rafn Andrésson en hann hefur þjálfað Parkour í 4 ár og þjálfar nú einnig hjá Fylki. Aðeins 12 komast í hvorn hóp og því er um að gera að ská sig sem fyrst inni á www.ir.is undir hnappnum „Skráning iðkenda“ eða á https://ir.felog.is/

Parkour er alþjóðleg jaðaríþrótt sem gengur út á að hreyfa sig, með stökkum, sveiflum og kollhnísum, í gegnum borgarumhverfi. Parkour nýtir ýmsar hindranir t.d. veggi, tré eða handrið til þjálfunar og er mikið æft utandyra þó undirbúningur fari yfirleitt fram í öruggara umhverfi eins og íþróttasal.

 

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir frida@heilsutorg.is eða 898-8798

 

X